141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:22]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér er verið að setja 418 millj. úr galtómum ríkissjóði í rekstur. Ég varaði við því í umræðunni að mjög víða taki ríkið þátt í rekstri. Öllum rekstri fylgir áhætta og það sem við ræðum hér er einmitt dæmi um það. Ég held við þurfum að fara að skoða mjög nákvæmlega hvar ríkissjóður tekur áhættu í öllu kerfinu, bæði gagnvart velferðarkerfinu, og þá er ég að tala um lífeyrissjóðina, Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, en alveg sérstaklega í rekstri, þar á ég við Landsvirkjun og fjarskiptafyrirtækið Farice ehf. Ég er mjög mikið á móti því og sit hjá við atkvæðagreiðsluna.