141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:42]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Ég greiði þessari tillögu atkvæði mitt, en tek undir með hv. þm. Jóni Gunnarssyni að bæta þarf í þetta. Það er greinilegt að þörfin er meiri. Þá er sjálfsagt að líta á aðra liði í frumvarpinu og velta því upp hvort ekki sé hægt að fresta til dæmis einhverjum framkvæmdum eða öðru. Ég bendi á lið 141 sem kemur síðar, t.d. framkvæmdir í Vatnajökulsþjóðgarði. Þar er um að ræða einar 464 milljónir sem fara til framkvæmda. (Gripið fram í.) Ég held að margir hér inni séu þeirrar skoðunar að forgangsraða mætti þannig að slíkir ríkisfjármunir rynnu inn í spítalann. Það væri, virðulegur forseti, fjárfesting í heilbrigðismálum og mundi skila sér mjög hratt til samfélagsins. Auknir fjármunir þar skila heilbrigðara fólki, meiri lífsgæðum, betri starfskröftum og öllu því sem skiptir máli. Þeir peningar sem við setjum til heilbrigðismála (Forseti hringir.) skila sér inn í ríkissjóð. Ég fullyrði það.