141. löggjafarþing — 50. fundur,  11. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[21:08]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti.

(Forseti (ÁÞS): Forseti biður um hljóð í þingsalnum. Hv. þm. Magnús Orri Schram hefur orðið.)

Ég vil leggja á það áherslu á síðustu mínútunni sem ég hef til umráða í þessari umræðu að ferlið fór í lögbundið tólf vikna umsagnarferli. Upplýsingar bárust og á grundvelli þeirra upplýsinga ákveða ráðherra iðnaðar og ráðherra umhverfis að setja tiltekna sex kosti í biðflokk. (ÓN: Rugla öllu.) Það tel ég skynsamlegustu leiðina til sátta með þetta verkefni. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að allir flokkar geti tekið um það sameiginlega ákvörðun að styðja þá lendingu. Komi fram nýjar upplýsingar sem menn telja að eigi að breyta þessu mati mun það gerast á nýju kjörtímabili og þá geta menn tekið ákvörðun á grundvelli þeirra upplýsinga.