141. löggjafarþing — 50. fundur,  12. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[01:03]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta um.- og samgn. (Birgir Ármannsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég get aðeins um það borið að niðurstöður Gamma voru kynntar til umhverfis- og samgöngunefndar meðan á málsmeðferð stóð. Það er hins vegar augljóst eins og hv. þingmaður hefur tekið eftir að sú niðurstaða hafði ekki mikil áhrif, kannski getum við sagt engin áhrif. Það er auðvitað ekki fyrir mig heldur þá sem stóðu að þeirri ákvörðun að útskýra hvers vegna þeir töldu ekki ástæðu til að láta það hafa áhrif á sína niðurstöðu, en mér finnst augljóst að hin efnahagslegu sjónarmið vógu mjög lágt á mælistiku þeirra. Það var ekki mikið tillit tekið til hinna efnahagslegu sjónarmiða í því sambandi. Það er auðvitað ákvörðunaratriði og byggir á ákveðinni pólitískri lífssýn um að ekki eigi að byggja á frekari uppbyggingu á því sviði á næstu árum.