141. löggjafarþing — 51. fundur,  12. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[16:23]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Herra forseti. Frumkvæðisskylda ráðherra er ávallt mikil en hún er mun meiri í málum sem hafa verið í vinnslu lengi og sem hefur ríkt þverpólitísk samstaða um. Frumkvæðisskylda ráðherra, rannsóknarskylda hans, að halda málinu í þeim sáttafarvegi sem það var í er ríkari en ella. Ég þekki það úr stjórnsýslunni að sú skylda hvílir á herðum ráðherra.

Það hvílir ekki bara skylda á herðum ráðherra gagnvart ríkisstjórninni heldur líka gagnvart stjórnmálalegum öflum. Við erum með þingræðisregluna, það er ekki enn þá búið að afnema hana, þannig að ábyrgð ráðherra gagnvart Alþingi Íslendinga er líka rík. Þess vegna verða menn að skoða málið í heild og segja: Hvernig get ég haldið áfram að tengja saman alla flokkana hér á þingi þannig að málið (Forseti hringir.) nái ákveðnum framgangi, m.a. náttúrunni til heilla?