141. löggjafarþing — 52. fundur,  14. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[00:57]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að þetta sé hárrétt hjá hv. þingmanni. Það sem við verðum vitni að núna er að það er að losna um límið í þjóðfélaginu. Sundrungin sem stafar af ríkisstjórninni er orðin svo mikil að máttarstólpar samfélagsins, sem eru ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins, eru hættir að ræðast við. Þetta eru nákvæmlega eins og hv. þingmaður lýsir því, nokkurs konar kappleikar. Þetta er orðið eins og hringleikahús þar sem dýrum er kastað í hringinn og svo berjast þau hvert við annað, eins og við urðum vitni að í fjölmiðlum í kvöld og var náttúrlega til algjörrar skammar.