141. löggjafarþing — 54. fundur,  17. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[12:27]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ítreka spurningu mína um afstöðu hv. þingmanns til frumvarps okkar sjálfstæðismanna og ég vil líka spyrja hv. þingmann hvort hann sé sáttur við þá tillögu sem nú liggur fyrir. Það hafa verið fréttir af fyrirvörum einstakra þingmanna Samfylkingarinnar. Er hv. þingmaður sáttur við þá niðurstöðu sem hér liggur fyrir?

Ég heyrði í útvarpinu í gær viðtal við hv. þingmann þar sem hann lýsti meðal annars ferð atvinnuveganefndar um Suðurland. Hvað finnst hv. þingmanni til dæmis um það að færa virkjanirnar í neðri hluta Þjórsár úr nýtingu yfir í bið á grundvelli varúðarsjónarmiða? Hvað finnst svo þingmanninum um það að sömu röksemdir giltu ekki gagnvart Hagavatnsvirkjun og Hólmsárvirkjun neðri við Atley?