141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:23]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Við framsóknarmenn höfum talið skynsamlegra að fara aðrar leiðir í skattlagningu og styðjum því ekki tillögu sjálfstæðismanna um að viðhalda hækkuninni upp í 14% virðisaukaskatt. Við höfum talið skynsamlegra að fara í aukið skatteftirlit og einföldun á skattinum í samráði við aðila ferðaþjónustunnar og vildum þar af leiðandi að þessi tillaga yrði tekin til baka en ekki viðhaldið í lagalegum grunni, þ.e. hækkun úr 7% í 14%.

Við höfum líka talið skynsamlegt að skoðað yrði hvort farið yrði í að leggja til að mynda á svokallað komugjald eða náttúrupassa eða eitthvað slíkt til að finna þær tekjur.

Til að spara tíma, frú forseti, munum við líka greiða atkvæði gegn breytingartillögu fjármálaráðherra um að frestunin verði til 1. september. Það er sérkennilegt eftir alla þá umræðu og vinnu sem virðist hafa verið lögð í málið að lítil mús hafi fæðst og seinkun (Forseti hringir.) á skattlagningunni hafi aðeins verið um fjóra mánuði. Ég segi nei.