141. löggjafarþing — 59. fundur,  20. des. 2012.

sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

151. mál
[20:49]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Ég veit það. Ég er meðvituð um að þetta frumvarp er um ferli. Við erum nýbúin að greiða atkvæði um fjárlög þar sem er gert ráð fyrir þessari sölu þannig að auðvitað er þetta komið lengra.

Mig langar að spyrja þingmanninn, sem verður ekkert endilega á þingi eftir næstu kosningar og kannski verður flokkurinn hans heldur ekki í stjórn, hvernig honum liði með það í stjórnarandstöðu að verið væri að selja bankana og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og kannski Björt framtíð og Hægri grænir eða einhverjir væru hér að selja bankana hæstbjóðanda.