141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

sjúkratryggingar.

303. mál
[10:26]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það sýnir fullkomið dugleysi þessarar ríkisstjórnar að við frestum gildistöku ákvæðis laga um sjúkratryggingar enn og aftur. Henni var frestað 2009, 2010, 2011 og núna 2012. Hverjir verða fyrir barðinu á þessu framtaks- og dugleysi hæstv. ríkisstjórnar? Það eru sjúklingarnir í landinu. Nú er fólk á biðlistum sem þyrfti ekki að vera á biðlistum, fólk sem fær ekki þjónustu sem gæti fengið þjónustu, út af dugleysi hæstv. ríkisstjórnar. (Gripið fram í.) Og það er fullkomlega fráleitt að sjá þetta frumvarp einu sinni enn hérna. Maður hlýtur að spyrja, vegna þess að þetta var stefna Samfylkingarinnar að fara í þetta: Hvað bjó að baki? Var það eitthvað annað en vilji til að bæta heilbrigðisþjónustu? (Utanrrh.: Þú veist að …)