141. löggjafarþing — 61. fundur,  22. des. 2012.

loftslagsmál.

381. mál
[02:10]
Horfa

Frsm. minni hluta um.- og samgn. (Atli Gíslason) (U) (andsvar):

Frú forseti. Í tilefni af lokaorðum hv. þingmanns, sem er nú ekki að hlusta á andsvarið, geri ég mér fullkomlega ljóst að það hefði mátt setja hælana niður mun fyrr gagnvart þessu stjórnskipulega vandamáli en nú er gert, mun fyrr.

Við heyrðum það á fundinum í kvöld og mér duttu í hug orð Megasar í ágætu ljóði: „Svo skal böl bæta að benda á annað verra“ þegar menn voru að telja upp að það hefði verið syndgað áður, menn hefðu áður blótað á laun, menn hefðu áður farið á svig við stjórnarskrána. Það hefur aldrei réttlætt það að því verði haldið áfram. Það er eðlilegt að mínu mati að þau efnalög sem umhverfis- og samgöngunefnd hefur nú til umfjöllunar komi undir þetta mæliker þessa stjórnskipulega vanda í umfjöllun umhverfis- og samgöngunefndar.