141. löggjafarþing — 68. fundur,  22. jan. 2013.

skyldutrygging lífeyrisréttinda.

469. mál
[14:30]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Katrín Júlíusdóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Enn og aftur, ástæðan er einfaldlega sú að lög um lífeyrissjóði eru hjá fjármálaráðuneytinu og ég tel að þau eigi vel heima þar. En hvort menn vilja taka einhvern hluta úr því og fara með það inn í löggjöf sem heyrir undir aðra ráðherra þá er það umræðuefni sem ég tel að eigi best heima á Alþingi.

Það er rétt hjá hv. þingmanni að 2. gr. er mjög til bóta og almennt er þetta frumvarp að ákveðnu leyti tiltekt og ákveðnar samræmingar eru líka þarna á ferðinni. Þetta er sambærilegt ákvæði og er að finna í lögum frá 1997, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Það var því orðið aldeilis tímabært að færa þetta, þ.e. almennu lífeyrissjóðina og lögin um þá til samræmis vegna þess að eins og ég þekki það best hefur þetta verið verklagsreglan hingað til.