141. löggjafarþing — 70. fundur,  24. jan. 2013.

verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir.

106. mál
[11:36]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er rétt að hér er meðal annars verið að innleiða nokkrar gerðir og það eru auðvitað ákveðnir gallar á fyrirkomulaginu með Evrópska efnahagssvæðið sem breskur stjórnmálaleiðtogi hefur kallað að vera stjórnað með faxtæki frá Brussel. Ég er út af fyrir sig sammála fyrri ræðumönnum um að það hefur ákveðna ágalla og væri miklu betra ef við hefðum fulla aðild að bandalaginu.

Það er ekki nema sjálfsagt að taka málið inn til umfjöllunar í nefnd milli 2. og 3. umr. og kanna hvort á því eru einhverjir þeir meinbugir sem ástæða er til að hafa áhyggjur af. Það verður að sjálfsögðu orðið við því eftir að málið hefur verið afgreitt hér í atkvæðagreiðslu við 2. umr.