141. löggjafarþing — 74. fundur,  29. jan. 2013.

útlendingar.

541. mál
[14:33]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Aftur tek ég undir sjónarmið hæstv. utanríkisráðherra. Það er mjög mikilvægt fyrir fólk sem þarf vegna stríðshörmunga eða annarra hörmunga að leggja á flótta frá heimabyggð sinni að reynt sé að tryggja að fjölskyldan nái að halda saman. Það er það meginsjónarmið sem hæstv. utanríkisráðherra lagði áherslu á.

Eins og ég gat um áðan er kveðið á um það í þessu frumvarpi að einstaklingar sem dvelja hér eða hafa komið hingað sem flóttamenn eigi greiðari leið til að fjölskyldan sameinist þeim.