141. löggjafarþing — 74. fundur,  29. jan. 2013.

útlendingar.

541. mál
[14:46]
Horfa

Margrét Pétursdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég fagna þessu viðamikla frumvarpi sem hér er lagt fram. Lögin verða manneskjulegri ef frumvarpið verður samþykkt. Opnun landamæra nálgast til dæmis óskir félagsskaparins „No Borders“. Skýrleiki dvalarleyfa er augljóslega lagfærður. Hér er einnig vel búið um fórnarlömb mansals með meira utanumhaldi.

Ég tek undir þau vonbrigði sem hafa komið fram um að regluverk atvinnuleyfa hafi ekki komist betur inn í frumvarpið. Vonandi verður þeirri vinnu haldið áfram og atvinnuleyfunum komið inn, en heilt yfir tel ég þetta frumvarp einstaklega gott, það er vissulega viðamikið og ég vona að það fái framgang í þinginu sem fyrst.