141. löggjafarþing — 75. fundur,  30. jan. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[20:43]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður hefur töluvert látið sig varða gæði lagasetningar og hefur meðal annars flutt mál af því tilefni hér á Alþingi sem við höfum haft til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Mig langar þess vegna að spyrja hv. þingmann hvernig hún meti þá skoðun fræðimanna, og einnig kom það mjög skýrt fram hjá umboðsmanni Alþingis, að þau ákvæði sem þarna sé að finna hafi veruleg áhrif á gildandi lagasetningu og þá lagasetningu sem frumvarpið kallaði á.