141. löggjafarþing — 76. fundur,  31. jan. 2013.

niðurstaða EFTA-dómstólsins og afstaða innanríkisráðherra.

[11:02]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þetta, en vil þó ítreka spurningu mína áðan því að hæstv. ráðherra kom ekki inn á það í máli sínu. Var það tilviljun sem olli því að hæstv. ráðherra sagði af sér sem heilbrigðisráðherra á sínum tíma? Hvaða ástæður bjuggu að baki því? Var það vegna þrýstings af hálfu samstarfsfélaga í ríkisstjórn? Hvaða ástæður bjuggu að baki því að hæstv. ráðherra sagði af sér sem heilbrigðisráðherra á sínum tíma? Er það ekki rétt sem kom fram í fjölmiðlum á sínum tíma að það hefði verið vegna þess að forustumenn í ríkisstjórninni settu hæstv. ráðherra stólinn fyrir dyrnar og sögðu að ríkisstjórnin og ríkisstjórnarliðar yrðu að hafa eina skoðun í þessu máli og yrðu allir sem einn að styðja Icesave-samningana?