141. löggjafarþing — 76. fundur,  31. jan. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[15:18]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (andsvar):

Jú, í sjálfu sér hef ég ekki miklu við það að bæta. Ég tel að svo sé. Í mínum huga á það að vera þannig að þegar stjórnlögum er breytt þá gildi það sama um öll ákvæðin í henni, þegar á að breyta þá á það sama að ganga yfir þau öll. Það er mjög vandasamt að segja hvaða ákvæði í stjórnarskránni eru mikilvægari en önnur. Af hverju? Af því að ég er þeirrar skoðunar að öll ákvæði í núgildandi stjórnarskrá séu mikilvæg. Vissulega er hægt að tala um ákveðin grundvallaratriði en öll eru ákvæðin mikilvæg. Stjórnarskráin er ekki mikil að vöxtum, hún er frekar knöpp. Og í mínum huga er alveg ljóst að þegar stjórnarskrá er breytt á að krefjast þess að Alþingi nái um það samstöðu og það sama á að gilda um öll ákvæðin.