141. löggjafarþing — 77. fundur,  11. feb. 2013.

dagskrá næsta fundar.

[17:03]
Horfa

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Eins og tilkynnt var í upphafi þingfundar barst dagskrártillaga um dagskrá næsta fundar frá Þór Saari og fer nú fram atkvæðagreiðsla um tillöguna. Forseti hyggst lesa tillöguna aftur:

,,Ég undirritaður geri það að tillögu minni, í samræmi við 1. mgr. 77. gr. þingskapalaga, að dagskrá næsta þingfundar, þann 11. febrúar, verði eftirfarandi:

Stjórnarskipunarlög (heildarlög), frumvarp, 415. mál á þskj. 510, nefndarálit á þskj. 947, 958 og 959, breytingartillögur á þskj. 948, framhald 2. umr.

Ég óska eftir því að þessi tillaga verði borin upp til afgreiðslu í lok þessa þingfundar.“

Undir bréfið ritar Þór Saari.

Nú fer fram atkvæðagreiðsla um dagskrárbreytingartillöguna.