141. löggjafarþing — 80. fundur,  13. feb. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[21:54]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég nálgaðist þetta í ræðu minni. Hv. þm. Vigdís Hauksdóttir á sæti í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og er auðvitað miklu meira inni í þessu máli en ég. Ég var að reyna að komast í gegnum eina grein sem ég hafði verið að stúdera dálítið. Ég á eftir að fara í næstu ræðum mínum yfir aðrar greinar og vil þannig nálgast verkefnið.

Ég held hins vegar að mikilvægt sé fyrir okkur öll að gera okkur grein fyrir þeirri stöðu sem við erum í núna. Við erum með málin statt hér og þingið klárast eftir nokkra daga. Viljum við nota alla þá daga til að rífast um þetta mál? Ég vil ekki nýta tímann í það, ég vil reyna að nálgast málið með öðrum hætti. Við þetta mál, allra helst, þurfa vinnubrögðin að vera mjög vönduð og yfirveguð.