141. löggjafarþing — 87. fundur,  25. feb. 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[20:04]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Siv Friðleifsdóttur andsvarið. Það er rétt sem þingmaðurinn kom inn á, í umræðunni í nefndinni var lítið eitt komið inn á þetta og eins og hv. þingmanni er kunnugt fór fram allnokkur umræða og nokkrir nefndarmenn sögðu, þar með talinn undirritaður, að það gæti farið vel á að bjóða upp á hvort tveggja.

Ég hef ekki séð breytingartillögu hv. þingmanns en ég mundi sannarlega íhuga að styðja tillögu um þessa blönduðu aðferð, þ.e. þætti annars vegar og beinar kynningar hins vegar. Það gæti farið ágætlega saman en yrði þá að vera þannig að fjölmiðillinn hefði eitthvað um það að segja að þurfa ekki að sýna hvað sem væri (Forseti hringir.) frá viðkomandi samtökum.