141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík.

618. mál
[20:16]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Fyrir nokkru var í 6. gr. heimild samþykkt til ráðherra að semja við Portus eða eitthvað slíkt, eitthvert fyrirtæki úti í bæ, engin tala. Það kom svo fram sem Harpa sem kostaði 30 milljarða. Útlendir kröfuhafar borguðu 10 milljarða, samt dugði það ekki til, sá niðurskurður, til að standa undir rekstrarkostnaði og öðru slíku. Nú kemur því reikningur til skattgreiðenda upp á 2 milljarða vegna Hörpu, skattgreiðenda í Reykjavík og hjá ríkinu. Ég vil spyrja: Er nokkuð betra við þetta? Er vit í því að setja inn í 6. gr. heimild einhverja heimild án tölu? Hvernig samræmist það stjórnarskránni að ekkert gjald megi greiða af hendi? Það er gjald, það er krónutala og það er búið að greiða það af hendi.

Hvernig stendur á því að svona frumvarp, svona veigamikið og stórt frumvarp, kemur fyrir Alþingi rétt áður en við förum að ljúka störfum og eigum eftir að ræða stjórnarskrána og sjávarútvegsfrumvarp og ég veit ekki hvað?