141. löggjafarþing — 97. fundur,  11. mars 2013.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

651. mál
[15:15]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Við erum að greiða atkvæði um vantraust á ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Ríkisstjórn sem er ríkisstjórn mistaka, svika og glataðra tækifæra og enn og aftur heyrum við sömu rulluna og við heyrðum 2007. Ég vil að gefnu tilefni segja, af því að ég var í ríkisstjórn með öðrum flokknum, að ekki undir neinum kringumstæðum komu nokkurn tímann varnaðarorð um alþjóðlega bankahrunið frá því annars ágæta fólki. Því síður hef ég heyrt varnaðarorð frá því ágæta fólki í Vinstri grænum í þingumræðunni sem ég hef tekið þátt í síðan 2003, og í pólitík mun lengur, (Gripið fram í.) þannig að því sé algjörlega haldið til haga. Það var virkilega sérkennilegt að heyra hv. þingmenn VG, í það minnsta einn, tala um að (Forseti hringir.) ekki hefði verið nógu mikill agi í ríkisfjármálum. Hvað sögðu hv. þingmenn Vinstri grænna þegar þeir voru í stjórnarandstöðu? Hvernig væri að fletta því upp, virðulegi forseti? (Forseti hringir.) Það er ekkert annað að segja í málinu og við þessari vantrauststillögu en já.