141. löggjafarþing — 98. fundur,  11. mars 2013.

100 ára afmæli kosningarréttar íslenskra kvenna 19. júní 2015.

567. mál
[17:05]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég styð tillögu um að halda upp á afmæli 100 ára kosningarréttar íslenskra kvenna, en þó aðallega vegna þess að í tillögunni stendur að blása skuli til nýrrar sóknar í jafnréttismálum.

Það er nefnilega þannig að í tíð þessarar hæstv. ríkisstjórnar hafa jafnréttismálin farið halloka. Launamunurinn hefur aukist, (Gripið fram í: Já.) ráðherrar hafa brotið jafnréttislög. (Gripið fram í: Já.) Í ljósi þess held ég að næsta kjörtímabil eigi að vera sókn til aukins jafnréttis karla og kvenna, þannig að ég styð þessa tillögu vegna þess að í henni stendur að blása eigi að til nýrrar sóknar í jafnréttismálum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) (Gripið fram í: Heyr, heyr.)