141. löggjafarþing — 98. fundur,  11. mars 2013.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

625. mál
[19:08]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir að skýra málið en ég sakna þess að ekki skuli hafa tekist að koma því hingað inn á þessum tíma. Ég get lýst því yfir um leið að það hefur verið á stefnuskrá okkar framsóknarmanna um langan tíma að þetta úrræði yrði sett inn í þann hluta sem snýr að hinu opinbera, að hvetja til fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum og tryggja þar með fjölbreytt atvinnulíf í landinu. Ég get lofað stuðningi við það, hver sem verður ráðherra og hver sem þarf að ýta við viðkomandi ráðherra á þeim tíma. Sjáum til með það, herra forseti.