141. löggjafarþing — 99. fundur,  12. mars 2013.

lengd þingfundar.

[13:37]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Mig langar að hvetja hæstv. forseta til að beita sér fyrir því að formenn nefnda taki út úr nefndum þau mál er varða hagsmuni heimilanna og atvinnulífsins sérstaklega. Að þeir taki út úr nefnd tillögu framsóknarmanna um hvernig taka megi á verðtryggingunni, koma böndum á hana, og einnig tillögu framsóknarmanna um hvernig beita megi skattkerfinu til þess að fólk geti fyrr eignast hlut sinn í húsnæði sem það hefur keypt. Það eru mál sem við eigum að vera með á dagskránni.