141. löggjafarþing — 100. fundur,  13. mars 2013.

boðuð gjaldskrárhækkun Íslandspósts.

612. mál
[11:19]
Horfa

Sigfús Karlsson (F):

Frú forseti. Ég deili áhyggjum mínum með hv. þingmönnum sem talað hafa hér og þakka fyrirspyrjanda fyrir spurningarnar.

Í raun er verið að höggva í sama knérunn hvað varðar fréttaflutning af landsbyggðinni með þessari hækkun og þegar farið var í gífurlegan niðurskurð á svæðisstöðvum RÚV. Ég hef verulegar áhyggjur af því, eins og hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson sagði hér áðan, ef þetta hækkar og hækkar þannig að ekki verði hægt að gefa út þessi blöð víðs vegar um landið, til að mynda blöð í mínu kjördæmi; Vikudag á Akureyri, Skarpa á Húsavík og Héraðsfréttir á Héraði. Þá verður engin fréttaflutningur af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins og alls ekki innan kjördæmisins sjálfs eða kjördæmanna allra á landsbyggðinni. Það er mikið áhyggjuefni að mínu mati þannig að ég tek heils hugar (Forseti hringir.) undir með hv. þingmönnum.