141. löggjafarþing — 101. fundur,  13. mars 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[13:43]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Fjárlaganefnd hefur í góðu samstarfi við fjármálaráðuneytið unnið að því að auka ekki vægi markaðra tekna í fjármögnun á útgjaldahlið með það að markmiði að tryggja betur fjárstjórnarvald Alþingis, styrkja fjármálastjórn ríkisins og stemma stigu við sjálfvirkni útgjalda. Samþykkt þessa frumvarps gengur þvert gegn þeim markmiðum. Þess fyrir utan að með því að samþykkja frumvarpið aukast ríkisútgjöldin um 610 milljónir kr., sem ég tel vera betur varið á öðrum viðkvæmari stöðum en til Ríkisútvarpsins. Þess vegna get ég ekki stutt þetta frumvarp.