141. löggjafarþing — 103. fundur,  14. mars 2013.

skattamál.

[11:07]
Horfa

Sigfús Karlsson (F):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þessi svör og fagna því að svar við þessari beiðni um það mál sem ég spurði um sé á leiðinni. Mig langar að bæta aðeins í að spyrja hæstv. ráðherra hvort hún hafi hlerað innihald þessarar skýrslu sem beiðnin hljóðar upp á. Svo virðist vera að hæstv. ráðherra nánast viðurkenni hér að töluvert tekjutap sé hjá ríkinu af virðisaukaskatti án þess að við förum að fara nánar út í einhverjar greinar og ég tek undir með hæstv. ráðherra, við eigum að efla þetta eftirlit. En af hverju telur ráðherra að tekjutap sé vegna virðisaukaskatts? (Forseti hringir.) Af hverju?