141. löggjafarþing — 103. fundur,  14. mars 2013.

náttúruvernd.

429. mál
[12:14]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Ólafur Þór Gunnarsson) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni brýninguna og tek alveg undir það með hv. þm. Kristjáni Þór Júlíussyni að auðvitað eigum við alltaf að hafa kostnaðarþættina til skoðunar. Svo er það alltaf matsatriði hvort mönnum finnst tiltekin upphæð há eða lág.

Ástæðan fyrir því að það er erfitt að meta nákvæmlega hversu háar upphæðir við erum að tala um tel ég að liggi fyrst og fremst í því að það er verið að tala um margar undirstofnanir þar sem verður einhver aukinn stjórnsýslu- og umsýslukostnaður hjá nokkrum embættum og nokkrum stofnunum. Þess vegna er ekki algjörlega fyrirséð með hvaða hætti kostnaðaraukinn verður. En ég tek áskorun hv. þingmanns bara vel og mun á síðari stigum máls reyna að koma inn á þá þætti sem hann nefnir.