141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

innheimtulaun lögmanna.

[10:18]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni. Gagnrýni á seinagang í þessu efni er fullkomlega réttmæt. Hitt er alveg rétt sem fram kom í máli þingmanns að sitt sýnist hverjum um fyrirkomulagið, að við setjum samræmdar reglur, og hefur verið vísað í samkeppnislög og aðra þætti hvað það áhrærir. Málið hefur verið til umsagnar hjá Lögmannafélaginu. Hvort það fór þangað aftur þarf ég að grennslast fyrir um, en ég tek undir meginsjónarmið þingmannsins að öðru leyti.