141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

neytendalán.

220. mál
[11:18]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þetta mál hefur batnað mikið í hv. efnahags- og viðskiptanefnd sem fékk til sín marga gesti og tók tillit til margra athugasemda. Ég mun greiða atkvæði með öllum breytingartillögum meiri hlutans þótt ég sé ekki á því skjali. Síðan mun ég ræða um ýmsar breytingartillögur og óska eftir því að ræða um atkvæðagreiðsluna þegar þar að kemur.

Þetta mál hefur, eins og ég segi, batnað mikið. Þó er ekki enn bætt úr því að neytendavernd á fjármálamarkaði er í algjörum lamasessi hér á landi. Það er ekki vitað hvert fólk á að snúa sér. Það er ekki vitað hver á að sjá um það þegar menn lenda í vandræðum, og vandræðin sem fjölskyldur og heimili hafa lent í út af skorti á neytendavernd hafa verið umtalsverð. Ég skora á hv. þing og hv. nefnd að taka það mál sérstaklega fyrir.