141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

dagskrá fundarins.

[13:43]
Horfa

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Forseti frestaði fundi vegna athugasemdar frá hv. þm. Árna Þór Sigurðssyni og óskaði álits yfirstjórnar þingsins um það hvort ný lota hefði hafist eftir að þingfundi var frestað. Niðurstaða yfirstjórnar þingsins er sú að svo sé og þess vegna hafi forseti í þessu tilviki ekki farið á svig við þingskapalög.