141. löggjafarþing — 110. fundur,  25. mars 2013.

velferð dýra.

283. mál
[14:26]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Lögin eiga auðvitað alltaf við um allt dýrahald, en við vitum að ráðherrar hafa kannski haft töluvert frjálsræði í reglugerðum sínum og töluvert mikið hefur verið um undanþágur. Ég tel að þessar þrjár greinar, þ.e. greinin um aðbúnaðinn sé mjög sterk og farið er vel yfir öll þau sjónarmið um velferð dýra sem þurfa að koma fram. Markmið lagafrumvarpsins er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma. Og svo er 6. gr. almennt um meðferð dýra. Mér finnst þessar þrjár greinar ná yfir það, það sé algjört lágmark að reglugerð geti ekki hunsað það.