141. löggjafarþing — 110. fundur,  25. mars 2013.

velferð dýra.

283. mál
[14:28]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Það eru náttúrlega gildandi lög um velferð dýra á Íslandi og þau eru ágæt, að minnsta kosti þegar þau voru sett. Þar eru þessi markmið alveg skýr. Engu að síður hafa ráðherrar í gegnum tíðina sett reglugerðir sem í raun og veru eru andstæðar þeim markmiðum og þeim ströngu eða mannúðlegu sjónarmiðum sem koma fram í núgildandi lögum. Ég tel því að full þörf sé á þessu.