141. löggjafarþing — 111. fundur,  26. mars 2013.

almenn hegningarlög.

478. mál
[16:37]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Þetta mál lætur kannski ekki mikið yfir sér en er gríðarlega mikilvægt og mig langar að nota tækifærið og þakka félögum mínum í allsherjar- og menntamálanefnd fyrir alveg rosalega góða vinnu í vetur. Mér hefur fundist vinnan þar vera bæði málefnaleg og mjög fræðandi og hún hefur einkennst af virðingu fyrir skoðunum annarra. Við mættum taka okkur það til fyrirmyndar í þessum sal.