141. löggjafarþing — 111. fundur,  26. mars 2013.

endurskoðendur.

664. mál
[23:12]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við ræðum hér frumvarp um endurskoðendur. Það er aftur mikil samstaða í hv. efnahags- og viðskiptanefnd og ég vil undirstrika það af því að það er mikið talað um deilur hér á Alþingi.

Frumvarpið fjallar um að endurskoðendur skuli fara að fyrirmælum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka en einnig skuli innleidd ákvæði um hæfi lögbærra yfirvalda í Ástralíu og Bandaríkjunum.

Ég er sammála hvoru tveggja og greiði atkvæði með þessu.