141. löggjafarþing — 111. fundur,  26. mars 2013.

tekjuskattur.

680. mál
[23:21]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við ákvörðun Alþingis að leggja til svokallaðar lánsveðsvaxtabætur er ætlunin að koma til móts við þá sem gátu ekki fengið 110%-leiðina á grundvelli lánsveða. Ég tek undir það sem hv. þm. Margrét Tryggvadóttir sagði hér, ég tel að þetta sé plástur á vandann, hann leysir ekki vanda þessara fjölskyldna. Þær eru áfram með yfirveðsetningu á húsnæði sínu. Eina leiðin til þess að taka á því er að fara í skuldaleiðréttingu. Þess vegna mun ég sitja hjá við afgreiðslu þessa máls. Þetta er ekki varanleg lausn, þetta er einskiptisaðgerð og ég harma það virkilega að við skulum ekki hafa náð saman á þessu þingi, á þessu kjörtímabili að taka á varanlegan máta á skuldavanda heimilanna.