141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

641. mál
[16:18]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Algjörlega. Þegar ég komst að því að búið væri að samþykkja 40% þröskuldinn vorum við enn í lifandi samræðum um það og vorum tilbúin til þess að semja nákvæmlega um auðlindaákvæðið, í það minnsta tveir þingmenn Hreyfingarinnar. Það var bara þannig. Klukkutíma fyrir þennan fund var ég að ræða við einn þingmann úr röðum hv. þm. Björgvins G. Sigurðssonar þannig að við vildum svo sannarlega reyna að tryggja að það yrði hluti af þessari vegferð. Það get ég sagt af heilindum.