141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

641. mál
[21:25]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Í þrígang hef ég flutt frumvarp einmitt í þessa veru sem gerir það að verkum að þjóðin geti greitt atkvæði með bindandi hætti um stjórnarskrá sína. Þetta er eina leiðin til þess. Ég var reyndar með 50% þröskuld sem var af því að ég hef þá trú á þjóðinni að hún muni fylkja sér á kjörstað til að greiða atkvæði um stjórnarskrána sína. Hér er stigsmunur, það er verið að tala um 40% og ég get alveg fellt mig við þau mörk.

Ég mun greiða þessu atkvæði mitt og fagna því að menn skuli hafa fallist á þá hugmynd mína að láta þjóðina greiða bindandi atkvæði um stjórnarskrána sína.