141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka.

633. mál
[22:11]
Horfa

Róbert Marshall (U) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vil bara segja nokkur orð um þessi mál sem hér eru til umfjöllunar. Hvenær hafa almennir þingmenn haft tækifæri til þess að koma að umfjöllun þessa máls? Hvernig stendur á því að ekki hefur verið gefið tóm til þess að taka umræðu hérna í þingsal af einhverju viti til að menn geti fengið svör við spurningum? Og hvaða grænu flokkar í veröldinni mundu afgreiða svona mál með þeim flýti sem hér er verið að gera? Hvar er græni liturinn í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði? Hvar er græni liturinn í Samfylkingunni í þessu máli? Hv. þm. Mörður Árnason virðist standa einn og óstuddur í þessu.

Áhyggjuefni er að menn skuli vera að koma fram með þessum hætti í máli sem skiptir auðvitað máli fyrir það svæði sem hér um ræðir. En að ekki skuli vera hægt að taka almennilega umræðu hér í þingsal um það er skammarlegt.