141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

tekjuskattur.

680. mál
[22:53]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er við hæfi að síðasta ræða mín á þingi fjalli um skuldaúrræði ríkisstjórnarinnar. Hér erum við að koma til móts við þann hóp sem kom verst út úr hruninu og að samþykkja sérstakar vaxtabætur til hans. Bæturnar munu hins vegar ekki leysa vanda lánsveðshópsins og þær fela í sér uppgjöf gagnvart lífeyrissjóðunum sem neita að taka á sig tapaðar lánveitingar eins og allir aðrir fjárfestingarsjóðir verða að gera. Lánsveðin hvíla á eignum foreldra sem eiga á hættu að missa eignir sínar vegna þess að börn þeirra geta ekki lengur staðið í skilum af lánum sínum. Margir foreldrar sitja líka fastir í eignum vegna þess að ekki er hægt að losa lánsveðin vegna (Forseti hringir.) mikillar skuldsetningar barnanna.

Frú forseti. Á þessum vanda er ekki tekið. Það er orðið afar brýnt að taka á honum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)