142. löggjafarþing — 6. fundur,  14. júní 2013.

veiðigjald.

15. mál
[15:46]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er nú svo gamall sem á grönum má sjá og búinn að vera í viðskiptum lungann af ævi minni en hugtakið umframhagnað hef ég ekki rekist á nokkurs staðar, hvorki í fræðibókum né annars staðar. Þess vegna fýsir mig mjög að vita hvað hugtakið þýðir.

Hv. þingmaður benti mér á að fletta þessu upp. Mér þætti afar vænt um ef hún benti mér á link — hlekk, eins og maður segir á íslensku, afsakið — til að ég gæti svalað forvitni minni og læknað vanþekkingu mína.