142. löggjafarþing — 13. fundur,  25. júní 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[18:06]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við greiðum hér atkvæði um þetta mál. Ég sagði það á fyrstu stigum í nefndinni hvað mér fannst um þetta mál. Mér finnst það asnalegt, þið bara fyrirgefið en mér finnst það, og ekki þjóna neinum tilgangi og eiginlega svolítið sorglegt að vera að breyta lögum sem voru sett fyrir nokkrum mánuðum og allir voru sammála um og enginn setti sig á móti.

Okkar afstaða í þessu máli hefur verið skýr allan tímann og við í Bjartri framtíð greiðum atkvæði á móti þessu.