142. löggjafarþing — 20. fundur,  3. júlí 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[16:48]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F):

Virðulegi forseti. Hvernig getum við ætlast til þess að fólk beri virðingu fyrir okkur og treysti okkur hérna inni ef við treystum okkur ekki sjálf til að velja í útvarpsráð? Hvaða skilaboð eru það? Höfum við ekki meira traust hvert til annars en að við treystum okkur ekki til að velja í útvarpsráð? Ég bara spyr. Ég sé ekki tilganginn í því að við förum að velja nefnd. Við förum að velja einhverja nefnd, kjósa í nefnd sem á svo að velja í einhverja aðra nefnd. Við berum ábyrgðina og gerum þetta bara sjálf. Því styð ég þetta og segi já.