142. löggjafarþing — 21. fundur,  3. júlí 2013.

þingsköp Alþingis.

30. mál
[20:04]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Katrín Jakobsdóttir talaði töluvert um það í ræðu sinni að þetta væri einskiptisbráðabirgðaákvæði og hún væri á móti því. Ég er með ósköp einfalda spurninga til hv. þingmanns: Mundi það breyta einhverju um afstöðu hennar ef ekki væri um einskiptisbráðabirgðaákvæði að ræða, þ.e. ef þetta yrði fært varanlega í hið fyrra horf? Ég tek skýrt fram að ég er algerlega á móti því, en mér finnst að ráða megi af máli hv. þingmanns að hún kynni ef til vill að telja það æskilega niðurstöðu í þessu máli.

Mér fannst hins vegar að hæstv. fjármálaráðherra, kannski óafvitandi, færði í máli sínu mörg rök fyrir því að það væri skrýtið að flytja það aftur til gamla formsins. Mig langar þess vegna til að spyrja hv. þingmann hver afstaða hennar er til þess.