142. löggjafarþing — 21. fundur,  3. júlí 2013.

þingsköp Alþingis.

30. mál
[20:59]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður tekur það fram í ræðu sinni að hér sé ekkert sérstakt á ferðinni. Það sé ekkert sérstakt uppi á þessu ári, í haust, sem við höfum ekki séð áður eða hefðum ekki mátt gera ráð fyrir. Mig langar að spyrja hv. þingmann: Hversu oft á þeim 22 árum sem þingmaðurinn hefur verið hér að störfum á Alþingi hefur ríkisstjórn lagt fram frumvarp fyrir 1. október og hversu oft hefur það gerst í kjölfar kosninga?