142. löggjafarþing — 23. fundur,  4. júlí 2013.

varamenn taka þingsæti.

[22:53]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hafa tvö bréf frá þingflokksformanni Samfylkingarinnar Helga Hjörvar. Annars vegar um að Oddný G. Harðardóttir, 6. þm. Suðurk., geti ekki gegnt þingmennsku á næstunni. Í dag tekur því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Samfylkingar í kjördæminu Björgvin G. Sigurðsson en hann hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa.

Hins vegar um að Valgerður Bjarnadóttir, 11. þm. Reykv. n., geti ekki sinnt þingmennsku á næstunni. Í dag tekur því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Samfylkingarinnar í kjördæminu Skúli Helgason. Hann hefur einnig áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa.

Borist hafa tvö bréf frá þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiði Ríkharðsdóttur. Annars vegar um að Hanna Birna Kristjánsdóttir, 1. þm. Reykv. s., geti ekki gegnt þingmennsku á næstunni. Í dag tekur því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, Sigríður Á. Andersen, en hún hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa.

Hins vegar um að Vilhjálmur Árnason, 9. þm. Suðurk., geti ekki sinnt þingmennsku á næstunni. Í dag tekur því sæti á Alþingi 2. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, Oddgeir Ágúst Ottesen, en 1. varamaður á lista í kjördæminu hefur boðað forföll. Kjörbréf Oddgeirs hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en hann hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Oddgeir Ágúst Ottesen, 9. þm. Suðurk., undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni.]