142. löggjafarþing — 24. fundur,  5. júlí 2013.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins.

[01:05]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég hef lært svolítið hérna. Það er kannski ekkert þörf á miklu meira gagnsæi, manni sýnist þetta allt mjög skýrt, allt mjög gagnsætt, maður sér mjög vel hvað er í gangi. Það þarf ekki að auka gagnsæið í þessu máli. Það sem mér þykir mjög sárt er að í atkvæðagreiðslunni um RÚV-málið sat ég hjá. Núna þarf ég að fara í matarboð til hæstvirtrar móður minnar og útskýra fyrir henni hvers vegna ég sagði ekki nei, sem mér finnst mjög miður. (Gripið fram í: Þú varst varaður við.) Ég var varaður við, já, og ég þroskaðist aðeins í dag.