142. löggjafarþing — 26. fundur,  11. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[17:02]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Líneik Anna Sævarsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Svo ég vitni aftur í nefndarálit:

„Fyrir nefndinni voru einnig þau sjónarmið reifuð hvort ekki væri hægt að ganga skemur í öflun upplýsinga með því að velja úrtak úr gögnunum. Meiri hlutinn bendir á að þrátt fyrir að farin yrði sú leið að velja úrtak þyrfti engu síður að afla þeirra heimilda sem frumvarpið felur í sér. Jafnframt kom það fram við meðferð frumvarpsins í nefndinni að ef ætti að fara þá leið að velja úrtak yrði það að vera mjög stórt, eða um 30.000 heimili eða um 70.000 manns, til þess að niðurstöðurnar yrðu marktækar. Meiri hlutinn telur að með því að velja úrtak aukist hætta á því að upplýsingarnar verði persónugreinanlegar.“